Afhverju ætti ég að sækja um starfsnám erlendis?

Að vinna erlendis er frábær reynsla sem er bæði gefandi persónulega sem og fyrir þróun í starfi en vinna erlendis er vel metin í öllum starfsgreinum. Starfsnám erlendis fer með þig út fyrir þægindarammann og framtíðarvinnuveitendur munu sjá að þú ert tilbúin/n til að taka að þér krefjandi áskoranir.

Starfsnám erlendis er einnig frábær leið til þess að víkka sjóndeildarhringinn og þú munt taka með þér heim verðmæta reynslu. Starfsnám erlendis snýst um að búa til tengslanet erlendis, sökkva þér í menninguna og mögulega læra nýtt tungumál. Framtíðarvinnuveitendur vilja einnig sjá að þér líði vel með að vinna með ólíkum menningarheimum.

Var þessi grein gagnleg?
9 af 9 fannst þessi grein gagnleg