Hvað skeður ef ég bóka ekki alla miðana mína saman - hver eru réttindi mín sem farþegi þá?

Ef þú kaupir ekki alla flugmiðana þína í sömu bókuninni þá ertu ekki tryggður þegar kemur að skyldu flugfélagsins til þess að tryggja að þú komist á áfangastað ef upp koma tafir.

Ef þú til dæmis kaupir miða til London í einni bókun og í annarri bókun kaupir þú miða frá London til áfangastaðarins sem þú æltar á og flugið þitt til London seinkar sem veldur því að þú missir af tengifluginu þínu. Þá þarftu að öllum líkindum að kaupa nýjan miða frá London. Þá tapar þú ekki einungis miðanum þínum frá London heldur einnig miðanum þínum aftur til London.

Þú skalt einnig hafa það í huga að þú getur ekki innritað farangurinn þinn alla leið eða fengið brottfararspjöld fyrir öll flugin þegar þú ert með sitthvorar bókanir. Það leiðir af sér að þú þarft að fara og sækja farangurinn þinn þegar þú millilendir, fara í gegnum tollinn og innrita þig inn aftur sem getur verið mjög tímafrekt ferli.

 

 

Var þessi grein gagnleg?
4 af 6 fannst þessi grein gagnleg