Innritun: Hvenær þarf ég að vera komin/n á flugvellinn fyrir innritun?

Það er alltaf betra að vera komin/n tímanlega. Það er betra að eiga klukkutíma aflögu en að vera 5 mínútum of sein/n! Skoðaðu opinberar innritunarreglur flugvallarins eða flugfélagsins en hafðu í huga að þú getur orðið fyrir töf ef mikið er að gera. Raðirnar geta verið ótrúlega langar og biðin við öryggishliðið enn lengri. Almenn regla sem margir nota er að vera mætt/ur á flugvöllinn tveimur klukkutímum fyrir brottför á flugi til Evrópu og þremur klukkutímum fyrir brottför á öðrum flugum.

Við mælum með því að þú nýtir þér vefinnritunina hjá flugfélaginu eða nýtir þér sjálfsafgreiðsluna á flugvellinum sé það í boði þar sem þú innritar þig sjálf/ur og skilar svo af þér farangrinum. Þannig getur þú sloppið við langar biðraðir.

Var þessi grein gagnleg?
14 af 23 fannst þessi grein gagnleg