Hvað er rafrænn miði (e-ticket)?

E-ticket (electronic ticket) er óáþreifanlegur miði sem flugfélög krefjast til þess að leyfa farþegum að fljúga með vélinni. Annað hvort ferðaskrifstofan eða flugfélagið gefur út rafræna miðann þegar bókunin hefur verið staðfest og greidd.

Athugaðu að staðfestingin sem þú færð í pósti fyrir ferðinni er ekki rafræni miðinn þinn svo þú skalt alltaf vera viss um að þú hefur fengið miðann með því að skoða ferðina þína á www.tripcase.com. Við sendum einnig á þig rafræna miðann þegar búið er að gefa hann út en stundum endar hann í spam möppunni í pósthólfinu svo hafðu augun á því.

Hvað ef eg týni eða gleymi að koma með rafræna miðann minn?
Minnsta málið - þú ert skráð/ur í kerfi flugfélagsins svo þú þarft ekki að sýna sönnun fyrir miðanum þínum heldur duga persónuleg skilríki eins og til dæmis vegabréfið þitt. Það getur einnig verið hentugt að prenta út rafræna miðann þinn fyrir ferðina.

Vertu meðvituð/meðvitaður um að sumir flugvellir hleypa þér ekki inn án þess að þú getir sýnt fram á að þú eigir bókað flug þar sem þeir vilja ekki að flugvöllurinn fyllist af glæpamönnum/svindlörum. Í þeim tilfellum mælum við með því að vera með útprentaða sönnun á því að þú eigir flug í gegnum flugvöllinn svo þú þurfir ekki að standa í deilum við öryggisverðina eða þurfir ekki að hafa samband við flugfélagið.

Var þessi grein gagnleg?
74 af 88 fannst þessi grein gagnleg