Hvernig og hvenær fæ ég e-miðann minn?

Allir miðar eru rafrænir (e-tickets) en útprentaðir miðar á pappír eru ekki lengur til. Oftast sendum við þér kvittun fyrir miðanum þínum á netfangið þitt þegar búið er að gefa miðann út. Ef þú móttekur ekki rafræna miðann þinn skaltu kíkja í spam möppuna í pósthólfinu þínu þar sem pósturinn gæti hafa endað þar. Hefur þú ekki móttekið slíkan póst skaltu kíkja á ferðaáætlunina þína á www.tripcase.com þar sem þú getur einnig nálgast upplýsingarnar um miðann þinn.

Ég hef ekki móttekið miðann minn - hvað á ég að gera?
Þú skalt byrja á því að athuga hvort búið er að gefa út miðann þinn á á www.tripcase.com og athugaðu einnig spam möppuna í pósthólfinu þinu.

Ef þú finnnur engin miðanúmer þá skaltu hafa samband við KILROY á eftirfarandi máta:

* Ef þú keyptir miðann í verslun okkar og ekki er búið að gefa miðann út skaltu hafa samband við ferðaráðgjafa þinn eins fljótt og hægt er.

* Ef þú keyptir miðann í gegnum vefsíðu okkar ætti miðinn að vera sjálfkrafa gefinn út innan klukkustundar frá því greiðsla gekk í gegn. Í örfáum tilfellum er ekki hægt að gefa miðann út sjálfkrafa og ef það er vandamálið þá mun miðinn þinn vera gefinn út af starfsmanni eins fljótt og hægt er. Hafa skal þá í huga opnunartíma og hátíðir.

Ef þú sérð ennþá engin miðanúmer á www.tripcase.com þá skaltu hafa samband við KILROY travels í gegnum ""contact formið"" á vefsíðunni.

Var þessi grein gagnleg?
30 af 84 fannst þessi grein gagnleg