Farangur: Hversu mikinn farangur get ég tekið með mér og þarf ég að borga fyrir hann?

Það er ekki auðvelt að skilja né útskýra reglur þegar kemur að farangri vegna þess að öll flugfélög hafa sínar eigin reglur. Þegar þú bókar ferðina þína á vefsíðunni þá mun vera tekið fram í bókuninni hversu mikill farangur er innifalinn og ef þú bókar hjá ferðaráðgjafa okkar þá mun hann láta þig vita. Þar að auki er ekki tryggt að þú getir verið með sama magn farangurs á leiðinni út og þú ert með á leiðinni heim svo hafðu opin augun þegar kemur að hverju einasta flugi.

Vertu vakandi fyrir hámarksheimildinni, stærðar- og þyngdartakmörkun fyrir innritaðan farangur. Þetta þýðir að farangurinn þinn getur ekki verið af hvaða stærð sem er - þú getur til dæmis ekki innritað flaggstöng þó að hún sé undir hámarksþyngd. Ef þú vilt taka með þér fleiri töskur eða þyngri töskur þá þarftu að greiða sérstaklega fyrir það.

Hvað ef ég þarf að koma með meiri farangur en ég hef leyfi fyrir?
Það er ekkert fast gjald þegar kemur að því að innrita meiri farangur en flugmiði þinn segir til um. Sum flugfélög eru með fast gjald á meðan önnur rukka prósentu af hefðbundu fargjaldi aðra leiðina. Þú skalt alltaf athuga reglurnar og verðskránna hjá viðeigandi flugfélagi. Flest flugfélög geyma upplýsingar um auka farangur á vefsíðu sinni. Ef að þú ert með mikinn farangur skaltu athuga hvort að það sé ódýrara fyrir þig að senda hann sem ""cargo"" í staðin.

Var þessi grein gagnleg?
27 af 153 fannst þessi grein gagnleg