Innritun: Hvað er vefinnritun?

Flest flugfélög bjóða upp á möguleikann til þess að innrita sig í flugið og velja sér sæti á vefsíðu sinni. Oftast er það hægt með 3 daga til 22 klukkustunda fyrirvara. Athugaðu hjá flugfélaginu þínu hvenær þeir opna fyrir vefinnritunina.

Við mælum með því að þú notir vefinnritunina þegar hún er í boði. Ekki nema þú vilt bíða með að innrita þig þangað til þú kemur á flugvöllinn en þá getur þú lent í því að einungis verstu sætin í vélinni eru eftir. Þá er einnig hætta á því að þú sitjir ekki við hliðina á ferðafélögum þínum.

Athugaðu að flugfélagið sem þú flýgur með getur verið annað en flugfélagið sem þú innritar þig hjá. Vertu því viss um að leita til flugfélagsins sem þú innritar þig hjá. Athugaðu einnig að vísunin sem flugfélagið þarf stundum á að halda er ekki KILROY vísunin heldur vísun flugfélagsins sem þú getur fundið í ferðaáætlun þinni á vefsíðunni www.tripcase.com.

Var þessi grein gagnleg?
39 af 107 fannst þessi grein gagnleg