Hverju ber ég ábyrgð á í ferðinni?

"Það er á þinni ábyrgð að vera viss um það að allir farþegarnir í bókuninni eru með nauðsynlegar vegabréfsáritanir (visa) sem og gild vegabréf á því tímabili sem þið eruð að heimsækja landið.
Mörg lönd krefjast þess að vegabréfið sé gilt í allt að 6 mánuði eftir að þú yfirgefur landið. Þú verður einnig að vera viss um að þú hafa fengið allar bólusetningar og fylgir öðrum stöðlum sem yfirvöld setja. Þú skalt alltaf athuga hjá sendiráði landsins sem þú ert að fara til hverjar kröfurnar eru.
Til dæmis þegar þú ferð til Kúbu eru kröfur um það að þú hafir ferðatryggingu og ef þú ferð til Ástralíu og hefur nýlega búið á sveitabæ eða heimsótt sveitabæ eru önnur sérstök atriði sem þarf að hafa í huga.

Þú ættir að sjálfsögðu að vera ábyrgur ferðamaður og ferðast með opnum huga og vera góður fulltrúi landsins þíns.

Þarf ég að endurstaðfesta flugmiðann minn?
Nei - endurstaðfesting á flugmiðum er ekki nauðsynleg og stundum fer það illa í starfsfólk flugfélaga sé það gert.
Það er hinsvegar nauðsynlegt að þú kíkir á flugáætlun þína, til dæmis á www.tripcase.com fyrir breytingar á áætlun. Flugfélög eru sífellt að breyta brottfarar- og komutímum."

Var þessi grein gagnleg?
2 af 5 fannst þessi grein gagnleg