Hvað þarf ég að hafa í huga þegar ég ferðast með ungbarni?

Þegar þú ferðast með ungbarni (barni undir tveggja ára aldri) skaltu hafa í huga að barnið fær ekki sér sæti og þar af leiðandi munt þú þurfa að sitja með barninu allt flugið. Stundum getur þú beðið um körfu sem barnið getur legið í á meðan fluginu stendur. Oftast er hægt að fá slíka körfu fyrir börn sem eru allt að sex mánaða gömul. Það er einungis takmarkaður fjöldi karfa í hverju flugi svo mundu eftir að senda inn beiðni fyrir henni rétt eftir að flugmiðarnir hafa verið bókaðir.

Ef þú keyptir flugmiða þinn á netinu og keyptir pakkann okkar sem inniheldur forgangsrétt þá dugar að láta okkur vita að þú vilt leggja inn beiðni fyrir körfu eða máltíð fyrir barnið í gegnum "contact formið" á vefsíðunni. Ef þú keyptir flugmiðann hjá ferðaráðgjafa okkar í verslun eða í gegnum síma eða tölvupóst/spjall þá skaltu vinsamlegast hafa samband við þá verslun þar sem þú keyptir miðann.
Ef þú keyptir ekki pakkann með forgangsrétti þá getur þú gert það með því að hafa samband við okkur í gegnum "contact formið" á vefsíðunni.

Vinsamlegast hafðu í huga að við getum einungis sent inn beiðni fyrir körfunni. Það tryggir ekki að beiðnin verði samþykkt.

Mundu að í flestum tilfellum þarf barnið sitt eigið vegabréf.

Sjá einnig "Pakki með forgangsrétti - hvað ef ég hef keypt einn og hvað ef ég hef ekki keypt einn?"

 

Var þessi grein gagnleg?
1 af 1 fannst þessi grein gagnleg