Nafnið á miðanum mínum

Nafnið á miðanum mínum er rangt - hvað á ég að gera?
Þú þarft að hafa samband við KILROY eins fljótt og hægt er ef nafnið þitt er ekki rétt á miðanum þínum. Hafðu þó í huga að breyting á nafni er tekin sem afbókun á flugmiða hjá flugfélaginu en kaup á miða eru endanleg eftir að hann hefur verið greiddur. Þetta þýðir að í mörgun tilfellum getur þú ekki breytt nafninu eða fengið miðann endurgreiddan svo í versta falli þarftu að kaupa þér nýjan miða.

Ef nafnið þitt hefur verið vitlaust stafsett (innsláttarvilla) hafðu þá samband við KILORY og við gerum allt sem við getum til þess að leiðrétta þessi mistök (gegn gjaldi).

Afhverju er ekki allt nafnið mitt skrifað á rafræna miðann minn?
Vegna takmarkana í kerfum flugfélaga getur rafræni miðinn einungis geymt takmarkaðann fjölda af stöfum. Stundum þurfum við því að stytta nafnið þitt til þess að það fylgi þessum takmörkunum. Allt nafnið þitt er hinsvegar ennþá skráð fyrir bókuninni og mun vera áframsent til bæði flugfélagsins og viðeigandi yfirvalda sé þess þörf.

Get ég látið einhvern annan fá ferðina mína?
Sem almenn regla eru allar greiðslur persónulegar og er ekki hægt að yfirfæra á aðra einstaklinga. Það á einkum við um flugmiða þar sem aldrei er hægt að færa hann yfir á annan einstakling.

Stundum er hægt að yfirfæra aðrar vörur eins og hótel, bílaleigubíl og ferðir á annan einstakling gegn gjaldi. Hægt er að fá forfallatryggingu endurgreidda og stundum á það einnig við um farangurstryggingu.

Hafðu samband við KILROY fyrir nákvæmar reglur og skilyrði.

 

 

Var þessi grein gagnleg?
18 af 38 fannst þessi grein gagnleg