Farangur: Hvað ef að ég vil taka með hjólið mitt, brimbrettið, hjólastól eða annan sérstakan farangur?

Ef þú vilt taka með þér farangur sem er óreglulegur í laginu eins og til dæmis hjól, skíði, brimbretti eða barnavagn þá þarf í flestum tilfellum að senda inn beiðni fyrir því hjá flugfélaginu fyrir brottför. Ef að beiðnin er staðfest þá þarftu að öllum líkindum að greiða aukagjald fyrir farangurinn.

Þú getur látið KILROY senda inn þessa beiðni fyrir þig ef þú hefur keypt flugmiða á vefsíðunni og keypt pakka með forgangsrétti með honum. Ef þú hefur keypt flugmiðann þinn í verslun hjá ferðaráðgjafa þá skaltu hafa samband við hann eða verslunina.

Athugaðu að nauðsynlegt er að hafa mælingarnar á farangrinum til þess að flugfélögin geti meðhöndlað beiðni þína. Hafðu í huga að sérstakur farangur er ekki alltaf samþykktur þar sem takmarkað pláss er um borð í flestum vélum.

Var þessi grein gagnleg?
10 af 20 fannst þessi grein gagnleg