Máltíðir um borð: Er matur um borð í vélinni og þarf ég að greiða fyrir hann?

Sem almenn regla þarftu að greiða fyrir mat og drykki um borð þegar þú flýgur innan heimsálfu eða með innanlandsflugi. Í flestum tilfellum eru matur og drykkur ókeypis í löngum millilandaflugum en þar sem flugfélög eru farin að sjá þessa þjónustu sem góðan tekjumöguleika eru fleiri og fleiri flugfélög byrjuð að rukka fyrir bæði mat og drykk. Ef þú hefur einhverjar efasemdir þá skaltu vinsamlegast athuga hjá flugfélaginu sem þú flýgur með.

Ef þú þarf sérstaka máltíð (eins og til dæmis mat fyrir grænmetisætur, sykursjúka eða trúarlegan mat) þá getur þú beðið KILORY um að senda inn beiðni fyrir slíku fyrir þig ef þú hefur keypt flugmiðann þinn á netinu og einnig keypt pakkann með forgangsrétti. Notaðu ""contact formið"" á vefsíðunni. Ef þú hefur keypt flugmiðann þinn í verslun okkar hjá ferðaráðgjafa KILROY þá skaltu hafa samband við hann.

Athugaðu að þú getur einungis lagt inn beiðni fyrir sérstaka máltíð hjá flugfélagi en við getum aldrei tryggt að sú beiðni muni ganga í gegn. Athugaðu einnig að ekki öll flugfélög bjóða upp á máltíðir og sum munu rukka aukagjald fyrir sérstakar máltíðir.

Var þessi grein gagnleg?
22 af 33 fannst þessi grein gagnleg