Ætti ég að ferðast ein/n eða slást í hóp með öðrum ferðalöngum?

Það fer allt eftir því hvernig ferð þú vilt fara í. Sumir kjósa eitt meðan aðrir kjósa hitt.
Vertu meðvitaður/meðvituð um að ferðinar sem KILROY selur eru ekki þannig gerðar að þú ferðast með hópi af öldruðu fólki sem gengur á eftir leiðsögumanni með fána. Í ferðunum okkar ferðast þú með öðru ungu fólki - eða þeim sem eru ungir í anda - allstaðar að úr heiminum þar sem farið er á staði sem eru oft utan hefðbundinna ferðamannaleiða sem gefur viðskiptavinum okkar tækifæri til að sjá hluti sem aðrir ferðalangar sjá ekki.
Það er því engin ástæða til þess að hafa áhyggjur þótt þú sért reyndur ferðalangur sem er vanur að gera allt sjálfur - það er oft ""win-win"" að slást í för með hóp.

Afhverju gefur það mér forskot að ferðast í hóp?
Þá getur þú einbeitt þér að því að njóta og upplifa án þess að þurfa til dæmis að hafa áhyggjur af því að finna fararmáta, gistingu, hvað þú átt að sjá og gera og hvar þú átt að borða.
Þú færð líka tækifæri til að hitta aðra ferðalanga sem koma allstaðar að úr heiminum og því eru miklar líkur á því að þú eignist nýja vini sem þú getur rekist á seinna á ferðalögum þínum.
Í öllum ferðum okkar er nóg af tíma þar sem þú getur gert eitthvað á þínum eigin vegum svo þú munt ennþá hafa valmöguleikann til þess að gera það sem þú elskar án þess að vera fastur/föst með hópinum 24/7.

Var þessi grein gagnleg?
11 af 12 fannst þessi grein gagnleg